Forskólinn er undirbúningur fyrir grunnnám og veitir nemendum á aldrinum 3 til 9 ára mikilvægan grunn fyrir frekara dansnám. Áherslur í forskóla eru, að kynna nemendum fyrir klassískum ballett, með því að læra að beita líkama sínum á réttan hátt, einnig að byggja upp dansorðaforða og kenna þeim að bera virðingu fyrir listinni. Á hverju skólastigi er stefnt að góðri þjálfun, aga og faglegum vinnubrögðum til að koma til móts við mismunandi námþarfir ólíkra einstaklinga og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.
Aldur miðast við fæðingarár
Mikið er lagt upp úr því að kennslan sé persónuleg og að kennarinn geti sinnt hverjum nemanda af kostgæfni. Þess vegna er fjöldi nemenda í hverjum hópi takmarkaður.
Í lok hverrar annar er haldin nemendasýning sem allir nemendur skólans taka þátt í. Nemendur læra dansa sem þeir sýna í lok annarinnar. Með því læra þeir vönduð og öguð vinnubrögð. Að stíga á svið og upplifa gleði og stolt eftir miklar æfingar er yndisleg upplifun fyrir unga og upprennandi stjörnur.
Kennsla fyrir 1. til 3. flokk fer fram í danssal skólans í Mjódd, Álfabakka 14a (3.hæð) stundatafla skólans má finna í “Um skólann”
Forskólinn skiptist í fimm hópa. Kennslan fer fram á:
Laugardögum fyrir:
Þriðjudögum og fimmtudögum
1. flokkur A (3 ára) kl. 10:00 til 10:45
1. flokkur B (4 ára) kl. 11:00 til 11:45
Uppbygging kennslunar er grunnhreyfingar í ballett sem eru kenndar á leikrænan hátt. Leikið verður með ímyndunaraflið í hreyfingum o.m. fl. Nemendurnir munu fá að fara í leiki þar sem reynt verður á frumlegheit og ímyndurnarafl. Lagt verður upp úr því að hafa námskeiðið ánægjulegt og skemmtilegt og leyfa litlu börnunum að njóta sín. Þeir sem sjá um kennsluna hjá 1. A og B flokki eru tveir kennarar með mikla reynslu og kunnáttu á sínu sviði.
Kennarar; Alma Kristín, Arney, Dagmar, Sara Katrín
2. flokkur A (5 ára) kl. 12:00 til 13:00
2. flokkur B (6 ára) kl. 13:05 til 14:05
Nemendur stunda ballett einu sinni í viku í klukkutíma í senn. Lögð er áhersla á að kynna nemendur fyrir listinni og grunnþætti ballettsins.
Kenna þeim að vinna saman og virða hvert annað, jafnframt því að þau læri að skynja takt og að leysa sköpunargleðina úr læðingi. Þetta er gert með einföldum æfingum og skapandi dansi. þeir sem sjá um kennsluna hjá 2. A og B flokki eru tveir kennarar með mikla reynslu og kunnáttu á sínu sviði.
Kennarar; Alma Kristín, Arney, Dagmar, Sara Katrín
3. flokkur 7 og 8 ára
þriðjudaga kl. 16:30 til 18:00
fimmtudaga kl. 16:30 til 18:00
Nemendur í 3.flokki stunda ballet tvisvar sinnum í viku í einn og hálfa klukkustund í senn. Lögð er áhersla á að byggja upp góðan grunn hjá nemendum með því að kenna þeim grundvallaratriðin í klassískum ballett. Nemendur læra að beita líkama sínum á réttan hátt og lögð er áhersla á vandvirkni og nákvæmni hreyfinganna sem nemendur búa síðan að alla tíð og fleytir þeim áfram í frekari danssnámi. Lögð er áhersla á samskipti nemenda og þeim kennt að vinna saman sem einn hópur þar sem allir fá að blómstra.
Kennarar; Arney, Katla
Er fæddur og uppalinn í Matanzas á Kúbu. Hann byrjaði að dansa átta ára gamall og vann til ýmissa verðlauna, meðal annars silfur og gullverðlauna í International Ballet Competition í Havana. Yannier útskrifaðist sem atvinnudansari og balletkennari frá ENA Háskólanum í Havana og var hann í framhaldi ráðinn sem dansari í Ballet de Camaguey. Árið 2011 var hann valinn úr stórum hóp dansara til Ballet Revolucion og dansaði hann með þeim um allan heim. Yannier flutti til Íslands árið 2013 og hefur hann kennt ballet í nokkrum skólum á landinu, dansað í Borgarleikhúsinu og með Sínfóníuhljómsveit Íslands.
Er uppalin í Reykjavík og byrjaði að dansa um fjögurra ára aldur. Hún flutti út til Bandarikjanna 15 ára gömul til að stunda nám við San Francisco Ballet School. Eftir að hún sneri aftur heim til Íslands tók hún þátt í skemmtilegum verkefnum tengdum dansi eins og t.d. Söngvakeppninni og Ballet axis. Þorbjörg eyddi sumrum sínum á námskeiðum hjá ýmsum skólum erlendis, líkt og The Royal Ballet School, Boston Ballet, San Francisco Ballet School og The Paris Opera Ballet School.
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Nullam in nibh vehicula.