Að forskólanum loknum tekur við stigsnám í grunnskóla. Stigin eru frá 1. – 7.. Ástundun nemanda eykst frá stigi til stigs og þeir eru kynntir fyrir fleiri námsgreinum. Áherslur kennara eru ávallt þær sömu, að veita einstaklingnum þjálfun og faglega leiðsögn við hæfi. Markmið skólans er sem áður hefur verið nefnt, að skapa umhverfi og hæfilega áskorun fyrir nemendur til að njóta danslistarinnar og þroska hæfileika sína.
Eftirfarandi aldursskipting er algengust:
1. stig: 9 ára
2. stig: 9 til 10 ára
3. stig: 10 til 12 ára
4. stig: 10 til 12 ára
5. stig: 12 til 14 ára
7. stig: 13 til 15 ára
Character-dansar (þjóðdansar) eru kenndir frá 8 til 9 ára aldri.
Spuni er kenndur frá 8 til 9 ára aldri.
Nemendur byrja á táskóm 10 ára aldri.
Nemendur eru kynntir fyrir Cunningham- og Grahamtækni frá 10 ára aldri.
Í lok hvers árs er haldin nemendasýning. Það taka allir nemendur skólans þátt í nemandasýningunni á einn eða annan hátt. Mikill og skemmtilegur undirbúningur er fyrir hverja sýningu. Nemendur læra dansa sem þeir sýna úr þekktum dansverkum. Þar læra nemendur skólans öguð vinnubrögð.
Það er mikil upplifun og frábær tilfinning að stiga á svið í góðum vinahópi. Það fylgir einnig mikið stolt og gleði að upplifa yngri kynslóðina spreita sig á svona stórum stundum.
Framhaldsskólasti
Listdansbraut Klassíska listdansskólans er þriggja ára dansnám á menntaskólastigi. Skólinn veitir metnaðarfulla og góða þjálfun
Er fæddur og uppalinn í Matanzas á Kúbu. Hann byrjaði að dansa átta ára gamall og vann til ýmissa verðlauna, meðal annars silfur og gullverðlauna í International Ballet Competition í Havana. Yannier útskrifaðist sem atvinnudansari og balletkennari frá ENA Háskólanum í Havana og var hann í framhaldi ráðinn sem dansari í Ballet de Camaguey. Árið 2011 var hann valinn úr stórum hóp dansara til Ballet Revolucion og dansaði hann með þeim um allan heim. Yannier flutti til Íslands árið 2013 og hefur hann kennt ballet í nokkrum skólum á landinu, dansað í Borgarleikhúsinu og með Sínfóníuhljómsveit Íslands.
Er uppalin í Reykjavík og byrjaði að dansa um fjögurra ára aldur. Hún flutti út til Bandarikjanna 15 ára gömul til að stunda nám við San Francisco Ballet School. Eftir að hún sneri aftur heim til Íslands tók hún þátt í skemmtilegum verkefnum tengdum dansi eins og t.d. Söngvakeppninni og Ballet axis. Þorbjörg eyddi sumrum sínum á námskeiðum hjá ýmsum skólum erlendis, líkt og The Royal Ballet School, Boston Ballet, San Francisco Ballet School og The Paris Opera Ballet School.
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Nullam in nibh vehicula.