Klassísk listdansbraut

Klassísk listdansbraut er þriggja ára dansnám á menntaskólastigi. Skólinn veitir metnaðarfulla og góða þjálfun til að undirbúa nemendur til æðri dansnáms eða atvinnu.

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi náð 16 ára aldri til að komast inn á listdansbraut en undantekningar eru gerðar á nemendum með góða tæknikunnáttu og fyrirsjáanlega hæfileika. Nemendur geta valið brautina í samráði við þann framhaldsskóla sem þeir stunda nám við og fengið einingar metnar. Nemendur geta fengið 51 einingu metna sem stunda kjörsvið við Kassíska listdansbraut við Klassíska Listdansskólann.  Grunnfög eins og íslenska, stærðfræði, enska, danska og önnur bókleg fög eru stunduð við viðeigandi framhaldsskóla.
Hafa ber í huga að þeir nemendur sem ekki hafa náð 16 ára aldri eiga að geta fengið sínar einingar metnar í flestum framhaldsskólum.
Að loknu þriggja ára námi við klassíska listdansbraut hafa nemendur öðlast góðan grunn sem fleytir þeim til frekara náms á sviði danslista. Það getur mótað upphafið að starfsferli á því sviði. Klassíkur listdansari, nútímadansari, danshöfundur, danskennari, dansgagnrýnandi, dansfræðingur, dansvísindamaður, dansmeðferðarfulltrúi, danshreysti þjálfari eða dansverkefnastjóri.

Áfangar

  • Klassískur ballet
  • Táskór
  • Pas de deux (tvídans)
  • Nútímadans
  • Spuni
  • Danssmíði
  • Listdanssaga
  • Söguleg dansverk
  • Sjálfstætt verkefni á loka ári

Kennarar

Yannier Jökull Oviedo Rivas

Er fæddur og uppalinn í Matanzas á Kúbu. Hann byrjaði að dansa átta ára gamall og vann til ýmissa verðlauna, meðal annars silfur og gullverðlauna í International Ballet Competition í Havana. Yannier útskrifaðist sem atvinnudansari og balletkennari frá ENA Háskólanum í Havana og var hann í framhaldi ráðinn sem dansari í Ballet de Camaguey. Árið 2011 var hann valinn úr stórum hóp dansara til Ballet Revolucion og dansaði hann með þeim um allan heim. Yannier flutti til Íslands árið 2013 og hefur hann kennt ballet í nokkrum skólum á landinu, dansað í Borgarleikhúsinu og með Sínfóníuhljómsveit Íslands.

Þorbjörg Jónasdóttir

Er uppalin í Reykjavík og byrjaði að dansa um fjögurra ára aldur. Hún flutti út til Bandarikjanna 15 ára gömul til að stunda nám við San Francisco Ballet School. Eftir að hún sneri aftur heim til Íslands tók hún þátt í skemmtilegum verkefnum tengdum dansi eins og t.d. Söngvakeppninni og Ballet axis. Þorbjörg eyddi sumrum sínum á námskeiðum hjá ýmsum skólum erlendis, líkt og The Royal Ballet School, Boston Ballet, San Francisco Ballet School og The Paris Opera Ballet School.